Leita í fréttum mbl.is

35 ára stúdentsafmæli!

Menntaskólinn við Tjörnina

Kæru samstúdentar!

Þann 24. maí nk. höldum við upp á 35 ára stúdentsafmæli okkar. Afmælisnefndin sem hefur verið látlaust að störfum vinnur nú að lokaundirbúningi afmælisveislunnar. Í nefndinni eru þeir sem áttu að undirbúa árs afmælið okkar og af einhverjum ástæðum eru flestir enn í nefndinni.

Við ætlum að hittast í Iðnó, steinsnar frá gamla skólahúsinu. Dagskráin er enn í þróun, en tímasetningar liggja fyrir. Byrjum klukkan 18.00 og skröltum eitthvað framyfir miðnætti. Þetta verður ekki formlegt borðhald eins og svo oft áður, heldur verða matur og drykkur á sveimi yfir og allt um kring. Þannig verður miklu betra flæði á mannskapnum og hægt að hitta fleiri. Að sjálfsögðu verða ræður, skemmtiatriði og tónlist.

Kostnaði verður stillt í hóf og samið hefur verið við midi.is um skráningu og greiðslu. Meira um það síðar.

Með þessari bloggsíðu gefst mönnum tækifæri að láta í sér heyra og segja frá hvað hefur á daga þeirra drifið til að byggja upp umræðugrundvöll fyrir partíið. Einnig er ætlunin að birta hér myndir frá sokkabandsárunum, rifja upp gamlar minningar og gera hvaðeina sem hugurinn girnist.

Áður en langt um líður verður svo endanleg dagskrá birt. En takið frá 24. maí.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Aðstandendur

Stúdentar MT 1973
Stúdentar MT 1973
Stúdentar Menntaskólans við Tjörnina 1973 voru fyrstu stúdentarnir sem útskrifuðust frá skólanum. Þeir hafa hist reglulega á fimm ára fresti síðan.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband