9.5.2008 | 18:30
35 ára stúdentafagnaður MT-inga 1973 í Iðnó laugardaginn 24. maí
Kæru samstúdentar!
Þann 24. maí nk. höldum við upp á 35 ára stúdentsafmæli okkar. Afmælisnefndin sem hefur verið látlaust að störfum vinnur nú að lokaundirbúningi afmælisveislunnar. Í nefndinni eru þeir sem áttu að undirbúa árs afmælið okkar og af einhverjum ástæðum eru flestir enn í nefndinni.
Við vonumst auðvitað til að sem flestir 1973 stúdentar (og makar) sjái sér fært að hittast við þessi tímamót.
Dagskráin verður sem hér segir:
Staður og dagur:
Í Iðnó, laugardaginn 24. maí 2008.
Hátíðin hefst kl. 18 með fordrykk (rauðvín, hvítvín eða bjór).
Um kvöldið verða á boðstólum hinir víðfrægu og gómsætu tapasréttir Iðnó. Enginn fer svangur frá þessari samkomu, ekki einu sinni Karíus og Baktus.
- Léttir gítartónar meðan gestir streyma að - Vilhjálmur Vilhjálmsson (sonur Villa Guðjóns og Louisu) - og kannski tekur pabbi í bassann.
- Slædsmyndasýning sem vekur sætar minningar og stöku flökur.
- Ræðumaður kvöldsins: Jörundur Svavarsson úr T-bekknum.
- Ávarp kennara: Siggi saga.
- Valgeir Guðjónsson, eiginmaður Ástu K., tekur lagið og beinir því rétta leið.
- Kökubandið kemur fram í fyrsta sinn í 15 ár - þeir hafa engu gleymt og ekkert lært.
- sérstakur gestur á tónleikum Kökubandsins:
stórsöngvarinn Guðbjörn Björgólfsson (úr B-bekknum)
- Afkvæmakynning: Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona (dóttir Habbýjar úr C-bekknum) lætur móðan mása - ekkert fer á milli mála hvaðan hún hefur erft hæfileikana.
- Nostalgísk tónlist í bland við nýrri - DJ Stefán Magnússon þenur vínil, diska og plötur og USB lykla í Terabætavís.
Veislustjóri: Hulda Karen Daníelsdóttir úr B-bekknum
Barþjónusta að hætti hússins.
Gert er ráð fyrir að samkvæminu verði lokið um eða eftir miðnætti og þá geta allir haldið út í vornóttina.
Kostnaður, skráning og greiðsla:
Hátíðin hér að ofan kostar aðeins kr. 6500-.
Til að við vitum fyrir vissu hverjir ætla að koma (til að panta mat), biðjum við ykkur að ganga frá greiðslu á Miði.is sem fyrst með því að smella á þessa einkaslóð fyrir þennan fagnað: http://midi.is/atburdir/1/5197/?preview=1
Ekki þarf að sækja aðgöngumiða, nöfn þeirra sem hafa borgað verða á lista við innganginn.
Gjöf til skólans, framlag í minningarsjóð Björns Bjarnasonar:
Árið 2003, þegar við vorum miklu yngri, stofnuðum við sjóð til minningar um Björn Bjarnason rektor. Sjóðurinn verðlaunar árlega góða nemendur með bókagjöfum og styrkjum. Nefndin leggur til að hver MT-1973-ingur gefi í sjóðinn 3.500 íslenskar krónur (ódýrar um þessar mundir). Inn á heimabankann ykkar mun á næstunni berast krafa fyrir þessari upphæð. Greiðslan fer beint inn á reikning sjóðsins, sem er í vörslu skólans. Ræktum minningu Björns og skóladvalar okkar með framlagi i sjóðinn!
Þeir sem vilja borga í sjóðinn verða að hafa hraðar hendur, því krafan í heimabankanum mun aðeins standa þar til loka maí.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Nemanet.is Hérna er hægt að finna alla stúdenta ársins 1973 frá MT. Aðgangs- og lykilorð: mt73
- Saga Menntaskólans við Tjörnina Stutt en góð grein um sögu MT
Undirbúningsnefndin
Nöfn og netföng þeirra sem stússast í undirbúningnum. Uppfært í janúar 2013.
-
Hulda Karen Daníelsdóttir
hulda.karen.danielsdottir (hja) reykjavik.is -
Arnfríður Ólafsdóttir
arnfriduro (hja) gmail.com -
Þórólfur Halldórsson
thorolfur hja syslumenn.is -
Vilhjálmur Guðjónsson
villi hja mmedia.is -
Skúli Guðmundsson
skuli.gudmundsson hja irr.is -
Rafn Jónsson
rabbi hja centrum.is -
Páll Benediktsson
pallb hja lbi.is -
Ólafur Hauksson
olafur hja proforma.is -
Hlín Agnarsdóttir
b50 hja simnet.is -
Helga Harðardóttir
sigluvog hja mi.is -
Guðlaug Richter
gudlaug hja ennemm.is -
Eysteinn Haraldsson
eysteinn hja gardabaer.is -
Eiríkur Guðmundsson
eirikur hja skjalasafn.is -
Benedikt Einar Gunnarsson
begem hja simnet.is -
Ásta K. Ragnarsdóttir
asta hja nema.is -
Árni Bragason
arni.bragason hja nordgen.org -
Axel Skúlason
axelsku hja hotmail.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.